Innkastið - Almarr með áhyggjur, sögulegt mark og Maggi fær VAR
Innkastið eftir 6. umferð Bestu deildarinnar. Elvar Geir, Baldvin Borgars og sérstakur gestur er Almarr Ormarsson.
FH-ingar gjafmildir gegn Víkingi, Hallgrími fannst ákvörðun Hallgríms fáránleg, Túfa fékk stórsigur en Jón Þór er brjálaður, Jökull og kuðungurinn, Alexander sló met Eiðs Smára og Maggi fær VAR.
--------
Útvarpsþátturinn - Rautt í Keflavík og KR dúett úr Grafarvogi
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net laugardaginn 9. maí.
Dregið í fyrstu umferð Fótbolti.net bikarsins, bikarkeppni neðri deilda og Baldvin Már Borgarsson ræðir um Lengjudeildina.
Gestir þáttarins eru Halldór Snær Georgsson og júlíus Mar Júlíusson sem gengu í raðir KR frá Fjölni fyrir yfirstandandandi tímabil. Rýnt er í komandi umferð í Bestu deildinni.
--------
Enski boltinn - Enn eitt titlalausa tímabilið og augun á Bilbao
Enn eitt titlalausa tímabilið hjá Arsenal er staðreynd eftir tap gegn Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni.
Er Arteta kominn á endastöð? Arsenal mennirnir Engilbert Aron og Jón Kaldal mættu í heimsókn á skrifstofu Fótbolta.net og sögðu frá sínu áliti á tímabilinu og því sem koma skal.
Þá mætast Manchester United og Tottenham í mjög svo áhugaverðum úrslitaleik í Evrópudeildinni.
Það er aðallega rætt um Evrópukeppninar í þessum þætti en aðeins snert á ensku úrvalsdeildinni undir lokin.
--------
Grasrótin - 1. umferð, KFA og Hvíti með statement
Grasrótin er nýr hlaðvarpsþáttur sem fjallar alfarið um neðri deildirnar á Íslandi.Halli Óla og Tómas Helgi settust niður og ræddu stóru málin í 2. og 3. deild karla. Tímabilið er hafið og það fer svo sannarlega skemmtilega af stað.