PodcastsHistoryTil skjalanna

Til skjalanna

Hlaðvarp Þjóðskjalasafns Íslands
Til skjalanna
Latest episode

Available Episodes

5 of 39
  • 38 ár í Þjóðskjalasafni
    Njörður Sigurðsson aðstoðarþjóðskjalavörður ræðir við Kristjönu Kristinsdóttur skjalavörð, fyrrum sviðsstjóra í Þjóðskjalasafni og fyrrum lektor í skjalfræði við Háskóla Íslands. Kristjana hefur unnið á Þjóðskjalasafni Íslands frá árinu 1988 en mun í lok árs láta af störfum. Í þessum þætti ræðir Kristjana um það hvernig hún fór að vinna við skjalavörslu, viðhorf til skjalavörslu og hvað breyst hefur í gegnum tíðina. 
    --------  
    42:17
  • Vinukona, ómagi, stúlka og frú
    Helgi Biering ræðir við sagnfræðinginn Atla Björn Jóhannesson um MA-ritgerð hans, Vinnukona, ómagi, stúlka og frú. Ritgerðin fjallar um konur sem skrifuðu undir áskorun Hins íslenska kvenfélags árið 1895 - fyrstu skipulögðu kvenréttindakröfuna á Íslandi á landsvísu. Konur úr öllum stéttum tóku þátt. Þátttakan var misjöfn eftir landshlutum og fór eftir einstaklingsframtaki á hverjum stað. Þátturinn varpar ljósi á upphaf íslenskrar kvenréttindabaráttu með því að greina hverjir þátttakendurnir voru í raun.
    --------  
    53:32
  • Minja- og sögufélag Grindavíkur. Að varðveita sögu og menningu.
    Í þessum þætti ræðir Helgi Biering við Hall Jónas Gunnarsson, eina af driffjöðrum Minja- og sögufélags Grindavíkur. Farið er yfir upphaf félagsins, hið mikilvæga starf við söfnun, skráningu og miðlun heimilda og minja. 
    --------  
    42:52
  • Lestir lausamennsku og lifnaður við sjávarsíðuna
    Helgi Biering ræðir við Þórunni Marel Þorsteinsdóttur sagnfræðing um rannsókn hennar á lausamennsku. Þórunn skrifaði BA ritgerð sem heitir Lestir lausamennsku og lifnaður við sjávarsíðuna: Afbrot og siðferði á Akureyri 1810 – 1840. Eftir að einokunarverslun lauk og kaupstaðir tóku að myndast á Íslandi í upphafi 19. aldar, hófst þéttbýlismyndun þar sem atvinnuleit dró fólk að verslunarstöðunum.  Þó svo að lausamennska væri ólögleg þá var fólk í þeirri stöðu samþykkt af samfélaginu sem sýnir ákveðna togstreitu milli laga og hagsmuna samfélagsins.
    --------  
    43:12
  • Aðgerðaráætlun vegna hugsanlegs brottflutnings íbúa Vestmannaeyja frá 1964
    Í febrúar árið 1964 var unnin aðgerðaráætlun vegna hugsanlegs brottflutnings íbúa Vestmannaeyja vegna mögulegrar hættu af völdum náttúruhamfara. Jón Böðvarsson iðnaðarverkfræðingur vann skýrsluna fyrir dr. Ágúst Valfells þáverandi forstöðumann almannavarna ríkisins. Skýrslan nýttist svo þegar gaus í Vestmannaeyjum þann 23. janúar 1973.  Helgi Biering ræðir við þá Jón og dr. Ágúst varðandi skýrsluna, tilurð hennar og mikilvægi þegar á reyndi.Meðal þess sem fram kemur í þættinum er náttúruvá, jarðskjálftamælar, Heimaey, flugvöllur á Skógarsandi og betri flugsamgöngur.Þátturinn var tekinn upp árið 2024. 
    --------  
    33:52

More History podcasts

About Til skjalanna

Hvað er Þjóðskjalasafn Íslands? Forvitnileg skjöl, sögulegir viðburðir og nýjar rannsóknir
Podcast website

Listen to Til skjalanna, Throughline and many other podcasts from around the world with the radio.net app

Get the free radio.net app

  • Stations and podcasts to bookmark
  • Stream via Wi-Fi or Bluetooth
  • Supports Carplay & Android Auto
  • Many other app features
Social
v8.1.2 | © 2007-2025 radio.de GmbH
Generated: 12/15/2025 - 4:05:55 AM